Hestakerra til leigu

12.000 kr.

Brokk.is kynnir með stolti Brokk-kerruna. Brokk kerran er nýleg, var tekin í notkun í maí 2023 og er fyrir þrjá hesta. Þyngd kerru er 800 kg og leyfð heildarþyngd 2.000 kg.

Leigan fer fram rafrænt hér til hliðar. Þú velur dagsetningu og tíma og greiðir í gegnum netverslun. Þú sækir svo hestakerruna í Heimsenda 14 í Spretti þar sem hún bíður eftir þér. Brokk-kerran er vel merkt og getur ekki farið framhjá þér ☺ Staðsetning hestakerrunnar er HÉR

Öryggismál eru okkur ofarlega í huga hjá Brokk og hestakerran er þar engin undantekning. Eftir hverja útleigu er farið yfir kerruna og athugað hvort allt virki eins og á að gera. Kerran fer reglulega í skoðun og því mátt þú vera viss um að hestakerran sé örugg fyrir bæði hesta og menn.

VERÐ

Hálfur dagur, 8:00-16:00 – 12.000 kr
Hálfur dagur, 16:00-00:00 – 12.000 kr
Heill dagur, 8:00-00:00 – 15.000 kr

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum, heyrðu í okkur í síma 8611168 eða 7801881.
Við leigu á kerrunni samþykkir þú skilmála Brokk kerrunnar. Skilmálana má finna HÉR

  • janúar 2025
  • Mo
  • Tu
  • We
  • Th
  • Fr
  • Sa
  • Su
  • 01
  • 02
  • 03
  • 04
  • 05
  • 06
  • 07
  • 08
  • 09
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31

Veldu dagsetningu

Vinsamlega lestu vel yfir leiðbeiningarnar áður en lagt er af stað með kerruna

Þegar kerran er tekin er mikilvægt að…Við skil á kerrunni er mikilvægt að…
1. Kerran sé örugglega fest á dráttarkúluna.
2. Rafmagnstengill og öryggislína séu rétt tengd.
3. Tryggja að kerran sé ekki í handbremsu, bremsustöngin fer niður.
4. Skrúfa nefhjól alla leið upp, það á að leggjast upp að leggnum.
5. Athuga hvort öll hjól snúist örugglega. Ef ekki skal hafa samband í síma 8611168 / 7801881
1. Aftengja rafmagnstengil og öryggislínu þegar kerran er losuð af bílnum.
2. Skrúfa nefhjól niður í læsta stöðu svo kerran standi á hjólinu.
3. Tryggja að kerran sé ekki skilin eftir í halla.
4. Ekki skilja hestakerru eftir í handbremsu, sérstaklega ekki ef það er frost
5. Þrífa allan skít úr kerrunni.

Vinsamlega látið Brokk.is vita í síma 8611168/7801881 eitthvað hefur farið aflaga